13 Febrúar 2015 13:51

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af tveimur ölvuðum flugfarþegum sem komu til landsins í gærmorgun. Vélin var að koma frá New York og skömmu eftir flugtak þar fóru mennirnir að áreita farþega hennar og voru með ýmis konar dólgslæti. Áhöfnin reyndi að róa þá og tókst það að nokkru leyti. Þeir höfðu fyrirhugað að halda áfram til London eftir lendingu hér, en tekin var sú ákvörðun að aðeins annar þeirra héldi för sinni áfram. Hinn var í þannig ástandi vegna ölvunar að ekki þótti fært að hleypa honum í frekara ferðalag í háloftunum. Hann varð því eftir ásamt farangri sínum og þurfti að bíða næstu flugferðar til London.