13 Apríl 2015 10:31

Lögreglan á Suðurnesjum var um helgina kvödd í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna tveggja einstaklinga sem þar voru áberandi ölvaðir með hávaða og læti. Þeim hafði skömmu áður verið meinað af flugfélaginu að fara með flugi til Varsjár sökum þess ástands sem þeir voru í. Lögregla vísaði þeim út úr flugstöðinni.