8 Ágúst 2012 12:00

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið kærður til lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir að sparka í bíl og skemma hann fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ. Maðurinn játaði verknaðinn fyrir lögreglu en taldi sér það til afsökunar að hann hefði ætlað að sparka í dekk bílsins en sökum ölvunar hefði hann ekki hitt það heldur sparkað óvart í bílinn sjálfan með fyrrgreindum afleiðingum. Hann kvaðst hafa orðið pirraður á farþegum bílsins sem legið hefðu á flautunni í tíma og ótíma.