10 Apríl 2015 13:46

Hann var ekki til fyrirmyndar ökumaðurinn sem ók á rafmagnskassa og ljósastaur við hann í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærmorgun. Hann stakk af frá vettvangi, en lögregla hafði fljótlega upp á honum. Öndunarpróf á lögreglustöð sýndi mikið áfengismagn í blóði hans og viðurkenndi hann ölvunarakstur. Ofan á allt annað var hann á stolnum bíl.

Annar ökumaður virti ekki stöðvunarskyldu. Þegar lögregla ræddi við hann kom í ljós að hann ók sviptur ökuréttindum. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hans á kókaíni.

Þriðji ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann harðneitaði að gefa sýni á lögreglustöð. Hann var því handtekinn og færður á lögreglustöðina til blóðsýnatöku.