9 Mars 2015 11:50

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af þremur ökumönnum um helgina vegna gruns um ölvunarakstur. Einn þeirra ók á umferðarmerki á hringtorgi í umdæminu áður en ökuferðinni lauk. Annar var stöðvaður við akstur í Keflavík og handtekinn.

Þriðji ökumaðurinn var kominn út úr bifreiðinni þegar lögreglu bar að og annar sestur í hans stað undir stýri. Ekki var hægt að yfirheyra hinn meinta ökumann sökum ölvunar til að byrja með en þegar af honum rann viðurkenndi hann akstur undir áhrifum áfengis.