8 Mars 2016 15:43

 

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í fyrradag ökumann sem reyndist vera verulega ölvaður við aksturinn. Hann var með þrjú lítil börn í bifreiðinni. Maðurinn sem ók sendibifreið, sem einungis er ætluð fyrir tvo farþega, ók úr Hafnarfirði áleiðis til Keflavíkur. Á tímabili ók hann  á móti umferð á Reykjanesbraut við Straumsvík og skapað með því stórfellda slysahættu. Nokkru síðar mætti lögregla bifreiðinni við Vogastapa. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og er lögreglubifreið var ekið upp að hlið bifreiðar hans kom í ljós að hann var að tala í símann við aksturinn. Hann nam ekki staðar fyrr en lögregla þvingaði bifreið hans út í vegaröxlina.  Ökumaðurinn sofnaði svo ölvunarsvefni í lögreglubifreiðinni á leið á lögreglustöð.

Börn hans þrjú, , tveggja, fjögurra og átta ára, voru án viðeigandi öryggisbúnaðar í bifreiðinni sem einungis er ætluð fyrir tvo farþega. Þau  voru flutt á lögreglustöð í annarri lögreglubifreið og sótti aðstandandi þau þangað. Þá var barnavernd Reykjanessbæjar gert viðvart um málið.

Auk alls þess sem að ofan er greint var ökumaðurinn sviptur ökurétti ævilangt.