2 Mars 2015 10:51

 

Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær vegna ölvunaraksturs hafði aldrei öðlast ökuréttindi á Íslandi. Auk þess hafði hann verið sviptur ökuréttindum í heimalandi sínu vegna ölvunaraksturs. Þá var hann eftirlýstur vegna vararefsingar. Tveir farþegar sem voru í bifreiðinni með honum gátu ekki tekið við akstri hennar því þeir voru einnig ölvaðir.

Annar ökumaður sem ók í veg fyrir lögreglubifreið án þess að átta sig á því reyndist hafa neytt fíkniefna, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu.