16 Maí 2017 10:02

Lögreglan á Suðurnesjum handtók nokkra ökumenn um helgina vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust aka sviptir ökuréttindum og sá þriðji hafði aldrei öðlast slík réttindi. Einn þessara þriggja var með fíkniefni í fórum sínum þegar hann var handtekinn. Þá var einn ökumannanna, grunaður um ölvunarakstur,  17 ára og var því brot hans tilkynnt barnaverndarnefnd.