20 Desember 2010 12:00

Helgina 17. til 19. desember 2010 var lögreglan á Suðurnesjum með sérstakt umferðareftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri.  Settir voru upp umferðarpóstar og voru 85 ökumenn stöðvaðir og athugað með ástand þeirra.  Ekkert athugavert kom í ljós við þá skoðun.  

Um helgina voru fjórir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna.

Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum.  Sá er hraðast ók mældist á 164 km þar sem hámarkshraðinn er 90 km.