31 Október 2016 10:37

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina vegna gruns um ölvunarakstur brást illa við og beit lögreglumann í höndina. Ökumaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Lögreglumaðurinn fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.

Þá var lögreglu tilkynnt um bifreið utan vegar skammt frá hringtorginu við Grænás. Ökumaður var sjáanlega ölvaður og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem frekari rannsókn fór fram.