22 Febrúar 2012 12:00

Syngjandi börn í skemmtilegum búningum er órjúfanlegur hluti af öskudeginum og svo var líka þetta árið. Fjölmargir ungir og efnilegir söngvarar lögðu leið sína á lögreglustöðina við Hverfisgötu og tóku lagið, starfsmönnum embættisins til óblandinnar ánægju. Í þeim hópi voru Einar Már og Emma Rún Baldvinsbörn en þau fengu að sjálfsögðu nammi að launum. Systkinin, sem eru 10 og 7 ára, eru nemendur í Sæmundarskóla.

Einar Már og Emma Rún.