17 Febrúar 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að pallbíl sem stolið var á bílasölu í borginni. Um er að ræða blágráan Nissan King Cab, árgerð 1995, skráningarnúmer VN-594, en bílinn má sjá á meðfylgjandi mynd. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.