15 Júlí 2015 15:23

Í samræmi við ákvæði nýsamþykktra laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum (skipan ákæruvalds, rannsókn efnahagsbrota o.fl.)  hefur Peningaþvættisskrifstofa Ríkislögreglustjóra flust til Embættis Sérstaks saksóknara frá 15. júli 2015 að telja.

Peningaþvættisskrifstofan mun starfrækt hjá embætti Sérstaks saksóknara fram til 1. janúar 2016 eða þar til embætti héraðssaksóknara tekur til starfa.  Embætti héraðssaksóknara mun m.a. hafa með höndum  móttöku tilkynninga á grundvelli laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.