19 Ágúst 2004 12:00

Árleg ráðstefna efnahagsbrotadeilda á Norðurlöndunum stendur nú yfir í Vestmannaeyjum en hún hófst 16. ágúst og lýkur í dag. Ráðstefnuna sækja yfirmenn deildanna, lögfræðingar og lögreglumenn. Störf og lagaumhverfi efnahagsbrotadeildanna eru á margan hátt lík, allar hafa þær með höndum rannsókn og saksókn skatta- og efnahagsbrota í viðkomandi landi og því er ráðstefna sem þessi mjög þýðingarmikil.

Eitt af umræðuefnum á ráðstefnunni er hvernig hraða megi meðferð mála sem teygja sig til landa utan Norðurlandanna en oft hefur aðstoð sem leitað er eftir tekið langan tíma. Fundarmenn eru nú að bera saman bækur sínar og reyna meðal annars að finna lausn á þessu.

Nokkrar myndir af ráðstefnunni

Ljósmyndari: Sigurgeir Jónasson