7 Janúar 2009 12:00

Skömmu fyrir áramót var um 30 rafmagnsnuddstólum og nokkrum dýnum stolið í innbroti úr fyrirtæki í Hafnarfirði. Stólarnir eru af gerðinni Luxory Royal í svörtu leðri, Gary hvíldarstólar alkæddir í svörtu leðri og með rafstýringu, Roman dökkbrúnir leðurhvíldarstólar og Rinoa tungusófar, svartir og dökk brúnleðurklæddir með hvíldarstól í enda. Dýnurnar eru King Elegence og Queen Comtortair. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfðuborgarsvæðinu í síma 444-1100.