20 Júní 2005 12:00

Ríkislögreglustjóri ákvað að láta gera fræðilega rannsókn á ránum sem tilkynnt voru til lögreglu á árunum 1999 til 2004. Auðbjörg Björnsdóttir nemi í rannsóknartengdu MA námi í félagsfræði við Háskóla Íslands var fengin til að gera rannsóknina. Hún hefur nú skilað niðurstöðum sínum í ítarlegri skýrslu sem fylgir hjálagt.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur meðal annars fram að fjöldi rána á Íslandi hefur á seinustu árum, eða frá 1999 til 2004, haldist nokkuð stöðugur ef marka má fjölda tilkynntra rána á þessu tímabili. Eðli ránanna og aðferðir þeirra sem fremja þau hafa hins vegar breyst. Sú þróun er skoðuð sérstaklega.

Það er von ríkislögreglustjóra að rannsóknin skapi lögreglu aukna möguleika á að takast á við þessi brot.

Útdráttur

Skýrslan í heild sinni