10 Apríl 2012 12:00

Um kl. 18:00 í kvöld var tilkynnt um rán í verslun Samkaupa við Byggðaveg á Akureyri. Þarna hafði stúlka á tvítugsaldri hótað afgreiðslukonu með barefli og þannig þvingað hana til að afhenda sér peninga. Stúlkan sló síðan til annarar afgreiðslukonu og veitti henni smávægilega áverka. Viðskiptavinur í versluninni brá þá við og yfirbugaði stúlkuna og hélt henni uns lögregla kom á staðinn. Stúlkan var handtekin og flutt á lögreglustöð. Í ljós kom að hún var alls gáð en á við sálræn vanheilindi að stríða. Rannsókn málsins miðar vel og stúlkan er í öruggri umsjón fagaðila, þar sem hún bíður yfirheyrslu. Starfsfólki og viðskiptavinum verslunarinnar var að vonum nokkuð brugðið en töldu sig ekki þurfa sérstaka aðstoð vegna þess.