4 Ágúst 2006 12:00

Vegna fréttaflutnings að undanförnu um að sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra hafi verið við löggæslustörf við Kárahnjúka og haft afskipti af mótmælendum þykir ríkislögreglustjóra rétt að geta um eftirfarandi: Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur enn ekki verið kölluð til starfa við Kárahnjúka vegna mótmælenda sem þar hafa hafst við. Lögreglan hefur reynt að leiðrétta rangar fréttir um þetta efni en fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að koma leiðréttingu á framfæri við almenning. Henni er því hér með komið á framfæri á lögregluvefnum. Hins vegar mun ríkislögreglustjóri senda lögreglustjóranum á Seyðisfirði þann liðstyrk sem hann telur sig þurfa á að halda.