27 Apríl 2023 23:24

Lögreglunni á Suðurlandi barst um kl. 15:30 í dag tilkynning um andlát í heimahúsi á Selfossi. Hin látna var kona á þrítugsaldri. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og eru þeir í haldi lögreglu. Lögreglan á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins af fullum þunga með liðsinni tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin beinist að því að upplýsa með hvaða hætti andlát konunnar bar að. Ekki er á þessari stundu unnt að greina frekar frá framgangi rannsóknarinnar.