10 Nóvember 2008 12:00

Eins og kunnugt er voru tveir karlar og tvær konur úrskuðuð í gæsluvarðhald til 28. nóvember næstkomandi.  Hinn látni var með áverka sem staðfest er að hafi verið af mannavöldum.  Dánarorsök liggur ekki fyrir enn sem komið er en beðið er eftir niðurstöðu úr réttarkrufningu.  Einnig er beðið niðurstöðu vettvangsrannsóknar sem Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði með höndum.  Yfirheyrslum yfir þeim handteknu verður framhaldið í dag.  Ekki er hægt á þessu stigi að upplýsa frekar um gang rannsóknarinnar umfram það sem þegar hefur verið greint frá.