8 Maí 2007 12:00

Af gefnu tilefni þykir rétt að það komi fram að rannsókn lögreglu á eldsupptökum vegna bruna húsa á horni Lækjargötu og Austurstrætis, þann 18. apríl sl., er ekki lokið. Niðurstaða rannsóknarinnar liggur því ekki fyrir. Meðan svo er getur lögreglan ekki útilokað neina möguleika, hvorki þann möguleika að um íkveikju af mannavöldum hafi verið að ræða né heldur að kviknað hafi í út frá rafmagni. Rannsóknin er enn í gangi og því of snemmt að fullyrða um nokkuð í þessum efnum. Við lögreglurannsóknir er fyllsta hlutleysis gætt og allar hliðar máls rannsakaðar. Rannsökuð eru jöfnum höndum atriði hvort sem þau benda til sektar eða sýknu. Lögregluskýrslur hafa verið teknar af á þriðja tug aðila í tengslum við rannsóknina. Þar hefur m.a. verið um að ræða rekstaraðila þeirrar starfsemi sem í húsunum var, starfsfólk þeirra og iðnaðarmenn sem voru að störfum í húsunum á brunadegi. Allir hafa fengið réttarstöðu vitnis og enginn verið yfirheyrður sem sakborningur.