1 Apríl 2011 12:00

Á vegum ríkislögreglustjóra Norðurlandanna starfar hópur sérfræðinga á sviði fingrafararannsókna í sakamálum sem hélt árlegan fund hér á landi í vikunni. Megin tilgangur með starfi hópsins er að efla þekkingu lögreglumanna sem vinna með fingraför og gefa þeim kost á að gangast undir próf sem veitir viðurkenningu til að vera sérfræðingur á þessu sviði á öllum Norðurlöndunum. Á fundinum að þessu sinni hlaut norskur starfsmaður sakamálastofnunarinnar Kripos viðurkenningu til fimm ára sem sérfræðingur í rannsókn á fingraförum.
 
Myndir sem fylgja voru teknar á fundinum og sýnir önnur hvar Bjarni J. Bogason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem leiðir starf hópsins, afhendir Finn Omholt Jensen viðurkenninguna.

Myndir sem fylgja voru teknar á fundinum og sýnir önnur hvar Bjarni J. Bogason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem leiðir starf hópsins, afhendir Finn Omholt Jensen viðurkenninguna.