21 Ágúst 2015 10:20

Lögreglan á Suðurlandi, Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og Tæknideild LRH vinna áfram úr ábendingum sem borist hafa vegna líkfundarins í Laxárdal í Nesjum síðastliðinn þriðjudag. Lögreglan er meðal annars í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. Réttarkrufning hefur farið fram og er réttarlæknir að vinna úr niðurstöðum hennar. Upplýst verður um um gang rannsóknarinnar eftir því sem henni miðar áfram. Nokkurn tíma getur tekið að fá staðfest auðkenni þannig að unnt sé að bera kennsl á hinn látna.