21 Ágúst 2008 12:00

Kl. 19:12 í gærkvöldi barst tilkynning um alvarlegt vinnuslys á vinnusvæði bak við stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar. Lögregla frá Selfossi og úr Reykjavík, Slökkvilið frá Hveragerði og frá Reykjavík og sjúkraflutningamenn frá Selfossi og úr Reykjavík fóru á vettvang. Þá var þyrlusveit Landhelgisgæslu kölluð út.

Slysið varð með þeim hætti að tveir rúmenskir starfsmenn verktakafyrirtækisins Altaks létust þar sem voru við vinnu í röri sem er hluti af aðveitumannvirkjum virkjunarinnar. Þeir höfðu skorið mannop á rörið til að lofta út úr því en til stóð að hefja vinnu við suðu öldubrjóta í það í dag. Opnun þess var framkvæmd í gærkvöldi til að láta lofta út úr rörinu áður en vinna í því hæfist enda þekkt að hætta getur stafað af loftleysi í lokuðum rýmum eins og umræddu röri sem er um það bil 2 metrar í þvermál.

Samlandi mannanna tveggja kom að þeim þar sem þeir voru meðvitundarlausir innan við op rörsins. Hann kallaði þegar til aðstoðar og hóf síðan björgunaraðgerðir. Lífgunartilraunir starfsmanna og síðar lögreglu- og sjúkraliðs báru hinsvegar ekki árangur.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi og Vinnueftirlit ríkisins vinna að rannsókn á tildrögum slyssins. Krufning verður framkvæmd í fyrramálið.

Mennirnir sem létust voru fæddir 1962 og 1975