30 Janúar 2012 12:00

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum fannst hundshræ í sjónum fyrir utan Þingeyri þann 8. desember sl.  Lögreglan á Vestfjörðum hefur upplýst málið og mun það á næstu dögum fara til ákærumeðferðar.  Einn aðili hefur viðurkennt að hafa aflífað hundinn með því að drekkja honum. 

Lögreglan vill í þessu sambandi minna á ákvæði reglugerðar um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni, n.t.t. 8. gr.  En þar segir eftirfarandi : „ Aðeins dýralæknar mega aflífa gæludýr, nema í neyðartilfellum þegar ekki næst í dýralækni og ætla má að sjúkdómur dýrs eða meiðsl valdi því óbærilegum kvölum eða séu banvæn.“