1 Apríl 2009 12:00

Nú í daga hafa farið fram yfirheyrslur yfir tveimur aðilum sem grunaðir eru um að eiga þátt í íkveikju sl. nótt í Vestmannaeyjum, þar sem rútubifreið brann við húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja. Þá hafa vitni verið yfirheyrð og brunavettvangur rannsakaður af tæknideild LRH. Nú í kvöld munu hinir grunuðu aðilar verða leiddir fyrir dóm þar sem farið verður framá gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Að svo komnu máli er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um gang rannsóknarinnar.