20 Febrúar 2004 12:00

Af því tilefni óskaði ríkislögreglustjórinn eftir því með bréfi, dags. 9. september 2003, að rannsóknarnefndin upplýsti embættið um það hvort hún hafi komið athugasemdum sínum á framfæri við viðkomandi lögreglustjóra og hver viðbrögð þeirra hafi verið. Nefndin óskaði í framhaldinu eftir fundi með ríkislögreglustjóra og fulltrúum hans. Þar kom fram að almennt væru lögreglustjórar ekki látnir vita um athugasemdir nefndarinnar vegna einstakra mála, þó svo að þess væru dæmi. Fundarmenn voru sammála um nauðsyn þess að athugasemdir yrðu kynntar lögreglustjórunum, ekki síst þar sem athugasemdir vörðuðu oft sömu lögregluembættin.

Framkvæmdastjóri nefndarinnar tók síðan saman athugasemdir nefndarinnar við rannsókn dauðaslysa í umferðinni á árunum 1998 – 2002. Embætti ríkislögreglustjóra flokkaði þær síðan eftir efni þeirra og fjölda, auk þess að taka saman skýringar þar sem við átti. Þá tók embættið saman ábendingar í samvinnu við ríkissaksóknara og rannsóknarnefndina.

Samantekt ríkislögreglustjórans hefur verið send lögreglustjórunum og skólastjóra Lögregluskóla ríkisins og  óskað eftir að hún verði kynnt lögreglumönnum og notuð til að bæta verklag og gæði rannsókna umferðarslysa.

Samantektina má nálgast hér >>