22 Maí 2012 12:00

Tveir menn á fertugsaldri hafa verið færðir af almennu rými  í einangrunarvist í Fangelsinu að Litla – Hrauni  grunaðir um að hafa veitt öðrum refsifanga áverka sem leiddu hann til dauða s.l. fimmtudag.  Bráðabirgðaniðurstöður krufningar benda til þess að maðurinn, sem var 49 ára,  hafi látist af völdum innvortis blæðinga.   Rannsókn málsins er unnin af Lögreglunni á Selfossi, tæknideild Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins og af réttarmeinafræðingi.  Hún  á byrjunarstigi og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um hana eða málsatvik að svo stöddu.