22 Apríl 2024 16:50

Nú fyrir stundu tók embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi ákvörðun um að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur einstaklingum sem úrskurðaðir höfðu verið í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 24.04.2024. Hafa þeir því verið látnir lausir.

Gæsluvarðhaldsúrskurðir hinna tveggja standa að óbreyttu til 30.04.2024.

Rannsókn lögreglu er umfangsmikil en miðar ágætlega og er í fullum gangi.

Lögregla mun ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.