9 Nóvember 2008 12:00

Síðdegis í gær var karlmaður handtekinn í Reykjavík vegna rannsóknar á mannsláti í sumarbústað í Árnessýslu.  Lögreglan á Selfossi er með fjóra aðila í haldi vegna rannsóknar málsins, tvær konur og tvo karlmenn.  Annar karlmannanna var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gærkvödli til 28. nóvember n.k.  Búið er að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunum og verður úrskurður uppkveðinn síðdegis í dag.  Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fjórða aðilanum verður tekin síðar í dag.  Rannsóknin er á viðkvæmu stigi og verða ekki frekari upplýsingar veittar fyrr en síðar í dag.