28 Apríl 2007 12:00
Maður sem fannst liggjandi í blóði sínu í húsi í Hveragerði í gær lést á sjúkrahúsi í Reykjavík í gærkvöldi. Í þágu rannsóknar málsins var vettvangi lokað og hann rannsakaður af sérfræðingum tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík en lögregla á Selfossi annaðist skýrslutökur af tilkynnanda og öðrum sem höfðu upplýsingar um málið. Húsráðandi dvaldi í fangageymslum í nótt en ekki var unnt að taka af honum skýrslu í gærkvöldi vegna ölvunarástands hans. Sú skýrslutaka var framkvæmd í morgun og er húsráðandi nú frjáls ferða sinna.
Beðið er niðurstöðu réttarmeinafræðings um dánarorsök hins látna. Frumniðurstöður vettvangsrannsóknar benda til að átök hafi ekki átt sér stað. Engin er í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins.