1 Mars 2016 10:12

Rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal miðar vel. Þegar hafa átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi.  Öll höfðu þau verið í vinnu hjá Vonta International.  Enn er eftir að yfirheyra nokkur vitni.  Til aðstoðar við rannsóknina er mansalssérfræðingur og fjármunabrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, Europol, skattrannsóknarstjóri og ríkisskattstjóri.  Auk yfirheyrslna er verið að afla gagna og vinna úr þeim.  Rannsóknaráætlanir eru yfirfarnar á hverjum degi.  Ekkert liggur fyrir um lok rannsóknarinnar.