28 Desember 2015 10:21

Ferðamennirnir sem lentu í umferðarslysi á brúnni yfir Hólá á hringvegi 1 í Öræfum á annan dag jóla voru frá Japan og Kína.  Ökumaðurinn sem lést var fæddur 1969 í Japan.  Hann var á ferð með eiginkonu sinni og tveimur ungum börnum þeirra.  Í hinni bifreiðinni voru karl og kona bæði frá Kína.  Aðdragandi slyssins er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.