23 Apríl 2007 12:00

Lögreglan á Hvolsvelli í samstarfi við Hvolsskóla á Hvolsvelli framkvæmdi hjá nemendum skólans skoðun á reiðhjólum þeirra og fór yfir umferðar- og öryggisreglur sem gilda um þá sem ferðast um á reiðhjólum.  Farið var sérstaklega yfir notkun og þær reglur sem gilda um reiðhjólahjálma og öryggisbúnað reiðhjóla almennt.   Reiðhjólaskoðun er framkvæmd á hverju vori í samstarfi við grunnskóla umdæmisins.

Þess ber að geta  í dag hófst alþjóðleg umferðaröryggisvika sem haldin er í fyrsta skipti að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna en árið 2004 samþykkti Allsherjarþing SÞ ályktun um ráðstafanir til að tryggja aukið umferðaröryggi.  Tilgangurinn með umferðaröryggisviku eru einkum tvenns konar; í fyrsta lagi að auka vitund okkar um þjóðfélagsleg áhrif umferðarslysa og vekja einkum athygli á áhættu ungra vegfarenda og ungra ökumanna, í öðru lagi að hvetja til aðgerða á árangursríkustu sviðum umferðaröryggis svo sem notkunar öryggisbelta, hjálma, sporna gegn hraðakstri og ölvunarakstri og að umferðaröryggi verði leiðarljós við hönnun umferðarmannvirkja.

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin við Hvolsskóla í dag.