8 September 2022 22:11
Framundan er réttarhelgi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og samhliða því má búast við umferðartöfum og tímabundnum lokunum vega vegna fjárrekstra.
Föstudaginn 9. mars er réttað í Skafthotlsréttum. Réttarstörf þar byrja samkvæmt venju kl. 11:00. Laugardaginn 10. september er réttað í Reykjaréttum á Skeiðum og er byrjað kl. 09:00.
Föstudaginn 9. september má búast við töfum á veginum frá Fossnesi að Skaftholtsrétt á milli 8 og 11 en hægt er að fara hjáleið um Hamarsholt (veg nr. 325).
Þennan sama dag verður Þjórsárdalsvegur (nr. 32) lokaður á milli Bólstaðar og Sandlækjarholts á milli kl. 16:00 og 18:00. Reikna má með umferðartöfum fyrir ofan og neðan þetta svæði allan daginn, allt frá Skaftholtsréttum niður að Reykjaréttum við veg 30.
Á meðan lokun Þjórsárdalsvegar stendur yfir er hægt að fara hjáleið um Landveg (nr. 26) og þar niður Þjórsárdalsveg.
Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að sýna aðgát og nýta sér þær hjáleiðir sem eru í boði eða reyna hliðra til tímasetningum á ferðalögum sé þess kostur.