2 Apríl 2004 12:00

Seint í gærkveldi eða í nótt sem leið var brotist inn í húsnæði Hraðfrystihússins – Gunnvarar við Hnífsdalsbryggju.  Þaðan var stolið milli 15 og 20 kg. af reyktri ýsu, sem geymd var í kæli og til stóð að selja.

Lögreglunni á Ísafirði var tilkynnt um þennan þjófnað rétt fyrir kl.10:00 í morgun.  Hún óskar eftir upplýsingum frá öllum þeim sem gætu gefið upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir á þessu svæði, eða öðrum þeim sem hafa vitneskju um verknaðinn.  Þá vill lögreglan hvetja alla þá sem hugsanlega verður boðið vara sem þessi að hafa varann á og hafa samband við lögregluna á Ísafirði, ef grunur vaknar að varningurinn sé illa fenginn.  Sími lögreglunnar á Ísafirði er 456 4222.