31 Janúar 2014 12:00

Ríkislögreglustjóri hefur í janúar auglýst eftir 48 lögreglumönnum hjá átta lögregluembættum landsins.  Um er að ræða fjölgun lögreglumanna um 44 meðal annars samkvæmt áætlun innanríkisráðherra um eflingu lögreglu og 500 milljón króna fjárveitingu í því skyni.

Auglýsingar um stöður lögreglumanna eru sem hér segir eftir lögregluembættum:•Embætti ríkislögreglustjóra: auglýstar þrjár stöður lögreglufulltrúa.•Lögreglustjórinn á Blönduósi: auglýst ein staða lögreglumanns.•Lögreglustjórinn á Húsavík: auglýst ein staða lögreglumanns.•Lögreglustjórinn á Hvolsvelli: auglýstar tvær stöður lögreglumanna.•Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu: auglýstar fimm stöður rannsóknarlögreglumanna, þrjár stöður varðstjóra og 21 staða lögreglumanna, alls 29 stöður.•Lögreglustjórinn á Suðurnesjum: auglýstar sjö stöður lögreglumanna.•Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: auglýstar tvær stöður lögreglumanna.•Lögreglustjórinn á Seyðisfirði: auglýstar þrjár stöður lögreglumanna.

Þá verða auglýstar á næstu dögum stöður lögreglumanna við embætti lögreglustjórans í Borgarnesi, Eskifirði o.fl.

Auk þessa hefur innanríkisráðuneytið auglýst lausa til umsóknar stöðu yfirlögregluþjóns á Húsavík.

Alls verða því rúmlega 50 stöður í lögreglu auglýstar.