6 Júní 2007 12:00

Yfirlýsing frá embætti ríkislögreglustjóra 6. júní 2007
Ríkislögreglustjóri braut ekki jafnræðisreglu við meðferð ákæruvalds

Ríkissaksóknari Bogi Nilsson hefur komist að þeirri niðurstöðu að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu við meðferð ákæruvalds í sakamáli á hendur Jóhannesi Jónssyni, kaupmanni.

Bogi Nilsson ríkissaksóknari tilkynnti Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Jóhannesar Jónssonar þessa niðurstöðu í bréfi sem dagsett er 5. júní 2007. Afrit af bréfinu var sent ríkislögreglustjóra og er það meðfylgjandi.

Áður hafði ríkissaksóknari komist að þeirri niðurstöðu að ekki þætti nokkurt tilefni til þess að ríkissaksóknari mælti fyrir um opinbera rannsókna á embættisfærslu ríkislögreglustjóra. Þetta tilkynnti ríkissaksóknari í bréfi til ríkislögreglustjóra, sem dagsett var 15. maí 2007.

Ríkislögreglustjóri 6. júní 2007
 
Smellið hér til að skoða bréf ríkissaksóknara

Yfirlýsing frá embætti ríkislögreglustjóra 6. júní 2007

Ríkislögreglustjóri braut ekki jafnræðisreglu við meðferð ákæruvalds

Ríkissaksóknari Bogi Nilsson hefur komist að þeirri niðurstöðu að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu við meðferð ákæruvalds í sakamáli á hendur Jóhannesi Jónssyni, kaupmanni.

Bogi Nilsson ríkissaksóknari tilkynnti Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Jóhannesar Jónssonar þessa niðurstöðu í bréfi sem dagsett er 5. júní 2007. Afrit af bréfinu var sent ríkislögreglustjóra og er það meðfylgjandi.

Áður hafði ríkissaksóknari komist að þeirri niðurstöðu að ekki þætti nokkurt tilefni til þess að ríkissaksóknari mælti fyrir um opinbera rannsókna á embættisfærslu ríkislögreglustjóra. Þetta tilkynnti ríkissaksóknari í bréfi til ríkislögreglustjóra, sem dagsett var 15. maí 2007.

Ríkislögreglustjóri 6. júní 2007

Smellið hér til að skoða bréf ríkissaksóknara