23 Nóvember 2012 12:00

Á næstu vikum verða 10 nýjar lögreglubifreiðar teknar í notkun hjá 7 lögregluliðum, en á undanförnum árum hefur ríkislögreglustjóri keypt um 15 lögreglubifreiðar á hverju ári. 

Bifreiðarnar verða útbúnar fullkomnum sérbúnaði fyrir lögreglu.

Fjórar bifreiðar fara til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ein lögreglubifreið til lögreglustjórans á Akranesi, Stykkishólmi, Seyðisfirði, Hvolsvelli, Selfossi og til lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Frá árinu 2008 hefur akstur lögreglubifreiða minnkað um 1,8 milljónir kílómetra og meðalaldur ökutækja hefur  hækkað úr 3,2 árum í 3,9 ár. Markmið ríkislögreglustjóra hefur verið að meðalaldur lögreglubifreiða sé um 3 ár.

Niðurskurður í fjárveitingum til lögreglunnar hefur haft þau áhrif að dregið hefur verið úr endurnýjun lögreglubifreiða og akstur hefur minnkað, en auk þess hefur umtalsverð hækkun á bifreiðaverði og öðrum kostnaði við standsetningu lögreglubifreiða haft þau áhrif að nýkaup hafa dregist saman.