6 Júní 2019 08:04

Ríkislögreglustjóri óskaði í gær eftir því við ríkisendurskoðanda að fram fari stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem á og rekur ökutæki lögreglunnar í landinu. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda felur stjórnsýsluendurskoðun í sér mat á frammistöðu þeirra aðila sem ríkisendurskoðandi hefur eftirlit með. Markmið endurskoðunarinnar er að stuðla að úrbótum þar sem einkum er horft til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins og hvort framlög ríkisins skili þeim árangri sem að er stefnt. Þá skal einnig líta til þess hvort starfsemi sé í samræmi við fjárheimildir, þá löggjöf sem gildir um hana og góða og viðurkennda starfshætti. Jafnframt óskaði ríkislögreglustjóri sérstaklega eftir því að skoðað verði hvaða áhrif framkvæmd laga um opinber fjármál nr. 123/2015 hefur haft á rekstur og endurnýjun ökutækja lögreglu. Þá er óskað eftir því að skoðaðar verði heimildir lögreglunnar til þess að taka á leigu bílaleigubifreiðar til notkunar, auðkenna sem lögreglubifreiðar og skrá til neyðaraksturs