14 Desember 2012 12:00

Embætti ríkislögreglustjóra tekur þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu samstarfi og þar með talið er samstarfið Politi og Toll i Norden (PTN). PTN er formlegt samstarf norrænna ríkislögreglustjóra og tollembætta um sameiginleg málefni þeirra. Innan PTN eru sérhæfðir vinnuhópar með lögreglumönnum og tollvörðum frá Norðurlöndum fimm, sem vinna saman með það markmið að efla getu landanna til að takast á við fjölbreytta glæpastarfsemi og sameiginlegan vanda. Aðild að PTN tryggir ríkislögreglustjóra einnig samband við norræna lögreglutengiliði um allan heim.

12.-13. nóvember sóttu þrír starfsmenn ríkislögreglustjóra ásamt tveimur starfsmönnum embættis tollstjóra stjórnarfund PTN í Helsinki í Finnlandi, en þannig fundur er haldinn tvisvar á ári. Ríkislögreglustjóri fer með formennsku 2012 til 2013 og fulltrúi embættisins stýrði fundinum. Á honum var meðal annars rætt um samstarf gegn skipulagðri glæpastarfsemi, framtíð lögreglusamvinnu á Norðurlöndum og aukna áherslu á sameiginlegar löggæsluaðgerðir landanna.