1 Október 2002 12:00

Á síðustu 5 árum hefur h

Hlutfall kvenna sem yfirmenn í lögreglu hefur farið vaxandi á sama tímabili. Árið 1996 voru konur 1,5 % yfirmanna í lögreglu, í október 2000 var hlutfallið orðið 2,4%. Í febrúar 2002 voru konur orðnar 2,8% yfirmanna og 1. október 2002 er hlutfallið orðið 4,3%. Á síðustu 5 árum hefur því orðið 187% aukning á fjölda kvenna í yfirmannastöðum innan lögreglunnar.

Í dag setti ríkislögreglustjóri tvær konur til að gegna störfum lögreglufulltrúa/aðalvarðstjóra við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans, þær Berglindi Kristinsdóttur og Ernu Jónmundsdóttur. Þær eru fyrstu konurnar til að gegna störfum lögreglumanna í þeirri deild embættisins, valdar hæfastar úr hópi 11 umsækjenda. Hlutfall kvenna er gegna störfum lögreglumanna hjá ríkislögreglustjóra er 12,07% , í stöðum aðalvarðstjóra/lögreglufulltrúa og ein í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns.

Þá skipaði ríkislögreglustjóri í dag Mörthu Óskarsdóttur í stöðu varðstjóra við embætti lögreglustjórans á Akureyri. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu varðstjóra við það embætti. Martha var jafnframt fyrsta konan sem skipuð var aðstoðarvarðstjóri við sama embætti árið 2001.