8 Apríl 2008 12:00

Ríkislögreglustjóri hefur undanfarna mánuði heimsótt lögregluembættin á landsbyggðinni ásamt aðstoðarfólki sínu. Fundað hefur verið með lögreglustjórum og lögreglumönnum frá 14 lögregluembættum.

Þar hefur meðal annars verið farið yfir breytta starfsemi embættis ríkislögreglustjóra, löggæsluáætlun fyrir árin 2007-2011 og fjallað um félagastuðning ríkislögreglustjóra við lögreglumenn og annað sem snýr að lögreglumálefnum. Fundirmir hafa verið öflugur vettvangur umræðna og reynst gott tækifæri fyrir lögreglumenn til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og ræða þau málefni sem helst á þeim brenna. Fundirnir hafa tekist með miklum ágætum og gagnlegar ábendingar komið fram sem brugðist er við.

Myndin er tekin á fundi ríkislögreglustjóra með lögreglunni í Vestmannaeyjum þann 1. þ.m.

Ljósmyndari Óskar Pétur Friðriksson.