22 Október 2002 12:00

Á undanförnum misserum hefur farið fram vinna við að taka saman leiðbeiningar fyrir lögreglu vegna samskipta þeirra við fjölmiðla. Þeirri vinnu er nú lokið og hefur ríkislögreglustjóri gefið leiðbeiningarnar út.

Á grundvelli málefnalegra sjónarmiða skal lögreglan hverju sinni leitast við að greiða götu fjölmiðla við öflun upplýsinga um mál sem lögreglan hefur til meðferðar og almennt um málefni sem varða lögreglu. Í því sambandi ber að meta hvernig best verði komið til móts við þarfir fjölmiðla, þó þannig að gætt verði þeirra reglna sem gilda um rannsókn opinberra mála og hafa í för með sér takmörkun á aðgengi að vettvangi eða upplýsingum um stöðu rannsóknar.

Mikilvægt er að samskipti lögreglu og fjölmiðla séu góð. Fjölmiðlar hafa hlutverki að gegna í þágu almennings í íslensku samfélagi með því að birta sannar og hlutlægar fréttir af atburðum líðandi stundar og hefur ríkislögreglustjóri hvatt lögreglustjóra til að nýta sér samstarf við fjölmiðla til að tryggja samvinnu við borgarana um uppljóstran brota og annað sem máli kann að skipta varðandi framkvæmd lögreglustarfsins.

Hægt er að skoða leiðbeiningarnar með því að smella á þessa línu