22 Desember 2020 19:09

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, fór ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnarráðherra til Seyðisfjarðar í dag þar sem aðstæður voru skoðaðar eftir skriðurnar sem þar féllu í síðustu viku. Margrét María Sigurðuardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi fylgdi hópnum.

Til allrar mildi slasaðist enginn í hamförunum en tjónið er gífurlegt. Almannavarnadeild og sérsveit ríkislögreglustjóra hefur unnið að aðgerðum ásamt Lögreglunni Austurlandi, ofanflóðasérfræðingum Veðurstofu Íslands og fleiri viðbragðsaðilum.