2 Apríl 2008 12:00

Þessa dagana auglýsir ríkislögreglustjórinn lausar stöður 32 lögreglumanna hjá fjórum lögregluembættum. 18 stöður eru fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, 12 fyrir lögregluna á Suðurnesjum, ein staðan er á Blönduósi og staða lögregluvarðstjóra á Egilsstöðum.   Auglýsingarnar eru birtar í Lögbirtingablaðinu og hjá Starfatorgi og er umsóknarfrestur til 15. og 30. apríl n.k.    

Í frétt frá Lögregluskóla ríkisins sem birtist hér á vefnum á sunnudag kemur fram að væntanlega munu 78 lögreglumenn brautskrást frá grunnnámsdeild skólans á þessu ári, sem er um 10% af öllu lögregluliðinu.  Sama dag birti ríkislögreglustjórinn auglýsingu í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, og á þriðjudag í 24 stundum, um inntöku nýnema í Lögregluskólann á haustönn 2008 og vorönn 2009.  Á lögregluvefnum, www.logreglan.is, er að finna ýmsar upplýsingar um Lögregluskólann og inntökuskilyrði fyrir nýnema í grunnnámsdeild, undir liðnum Lögregluskóli ríkisins / inntaka nýnema.