31 Janúar 2008 12:00

Frá og með föstudeginum 1. febrúar breytast símanúmer Ríkislögreglustjórans, en þá mun embættið tengjast IP símstöð sem flest lögreglu- og sýslumannaembætti landsins tengjast.

Aðalnúmer Ríkislögreglustjórans verður því framvegis  444-2500   og faxnúmer  444-2501

Önnur símanúmer hjá Ríkislögreglustjóranum breytast að sama skapi:

Símanúmer alþjóðaskrifstofu verður 444-2540 og faxnúmer 444-2541

Símanúmer bílamiðstöðvar verður 444-2596 og faxnúmer 444-2597

Símanúmer almannavarna verður 444-2500 og faxnúmer 562-2665

Bein númer til starfsmanna breytast að sama skapi.