31 Júlí 2005 12:00

Lögreglumenn í Vestmannaeyjum áttu rólega nótt, en töluverð rigning var á Þjóhátíðargestum en um fjögurleytið í nótt stytti upp og er komið hæglætisveður í dalnum.  Nú hafa alls komið upp 18 fíkniefnamál í Eyjum og hefur lögregla haldlagt mest af amfetamíni, en einnig hafa fundist E-töflur og LSD auk kannabisefna.  Eru fíkniefnamál þó mun færri en í fyrra þrátt fyrir að mun meira fíkniefnaeftirlit sé á svæðinu og hefur aldrei verið eins öflugt.  Vonandi er þetta til marks um að minna sé um neyslu þetta árið.  Í morgun voru fangageymslur tómar og er það til marks um hve rólegt er yfir gestum Þjóðhátíðar.  Þó kom upp eitt ölvunarakstursmál í nótt.  Í kvöld er Brekkusöngurinn og munu væntanlega allir 10 þúsund gestir hátíðarinnar taka vel undir í brekkunni.