19 Janúar 2010 12:00

             Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um alvarlegt flugeldaslys í Hveragerði kl. 20:17 í kvöld. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru strax á vettvang. Hinn slasaði, sem er 23 ára gamall,  var fluttur með sjúkrabíl í veg fyrir þyrlu Landhelgisgæzlunnar. Þyrlan lenti við Bláfjallaafleggjara og flutti hann þaðan á slysadeild LSH í Fossvogi.

            Ástand hins slasaða er mjög alvarlegt. Ekki hafa borizt nánari fregnir af líðan hans á þessari stundu. Annar maður, sem var á vettvangi, var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til aðhlynningar. Hann er reyndist vera óslasaður. Hann er 21 árs.

             Lögregla er enn á staðnum og rannsakar vettvang og tildrög slyssins. Þar fundust rörasprengjur og virðist svo sem ein slík hafi sprungið í höndum hins slasaða. Sprengjusérfræðingur sérsveitar Ríkislögreglustjóra var fengin á staðinn til að tryggja að ekki stafi hætta af leyfum flugelda eða annarra eldfimra efna á vettvangi.