5 Maí 2015 10:11

Lögreglan á Suðurnesjum hefur staðið rúmlega 60 ökumenn að hraðakstri á undanförnum dögum. Brotin áttu sér stað á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi, en einnig á öðrum akbrautum í umdæminu. Tveir ökumenn, karlmenn um tvítugt,  mældust á mestum hraða. Þeir óku báðir á 146 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Hraðaksturinn kostar hvorn þeirra 130.000 króna fjársekt, sviptingu ökuleyfis í einn mánuð og þrjá  refsipunkta í ökuferilsskrá.

Einn ökumannanna 63, sem staðnir voru að hraðakstri var að auki á ótryggðri bifreið og voru skráningarnúmer hennar fjarlægð af þeim sökum.